Mai-bræðrum halda engin bönd í Haustmótinu



Stuttum fyrri hálfleik Haustmótsins lauk með 3.umferð í gær. Framundan er mótshlé vegna Minningarmóts Guðmundar Arnlaugssonar sem og vegna Íslandsmóts skákfélaga. Næsta umferð, sú fjórða, verður tefld 5.október.

image

Hrafn Loftsson og Ingvar Þór Jóhannesson eru taplausir og eiga báðir frestaða skák úr 3.umferð

A-flokkur

Það var einmannalegt um að litast á pallinum er 3.umferð var tefld í gær því fjórum af fimm skákum var frestað vegna anna skákmanna utan landsteinanna. Vignir Vatnar Stefánsson var þó mættur til leiks og stýrði hann hvítu mönnunum til sigurs gegn Gauta Páli Jónssyni. Var það fyrsta sigurskák Vignis Vatnars í mótinu og hefur hann nú hlotið 1,5 vinning. Frestaðar skákir verða tefldar næstkomandi mánudagskvöld kl.19:30.

image

Aron Þór Mai, sem hér sést glíma við Róbert Luu, er með fullt hús vinninga eftir þrjár umferðir

B-flokkur

Mai-bræðrum halda engin bönd í B-flokki. Aron Þór Mai (1845) er einn efstur með fullt hús vinninga eftir sigur á Halldóri Kristjánssyni (1649). Þá gerði Alexander Oliver Mai (1656) jafntefli með svörtu við landsliðskonuna Veroniku Steinunni Magnúsdóttur (1777) og hefur Alexander því hlotið 2,5 vinning. Alexander situr í 2.sæti ásamt Magnúsi Kristinssyni (1833) sem lagði Jón Þór Lemery (1591) að velli. Loks vann Stephan Briem (1569) góðan sigur á Sigurlaugu R. Friðþjófsdóttur (1802). Þrátt fyrir ágæta taflmennsku Stephans í fyrstu tveimur umferðunum þá var uppskeran rýr, svo sigurinn í gær var vafalítið kærkominn fyrir hann.

Úrslit 3.umferðar:

Bo. No. Rtg Name Result Name Rtg No.
1 2 1591 Lemery Jon Thor 0 – 1 Kristinsson Magnus 1833 10
2 3 1845 Mai Aron Thor 1 – 0 Kristjansson Halldor 1649 1
3 4 1802 Fridthjofsdottir Sigurl. Regi 0 – 1 Briem Stephan 1569 9
4 5 1867 Hauksson Hordur Aron Luu Robert 1672 8
5 6 1777 Magnusdottir Veronika Steinun ½ – ½ Mai Alexander Oliver 1656 7
image

Hjálmar Sigurvaldason gerði stórmeistarajafntefli við kollega sinn Hörð Jónasson í 3.umferð

Opinn flokkur

Ólafur Evert Úlfsson (1464) gefur andstæðingum sínum engin grið í Opna flokknum og fórnarlamb hans í 3.umferð var Ingvar Egill Vignisson (1554). Ólafur Evert hefur unnið allar þrjár skákir sínar. Héðinn Briem (1563) hefur unnið báðar sínar skákir, en skák hans úr 2.umferð var frestað. Í gær vann hann Tryggva K. Þrastarson (1450). Það var Vinaskákfélagsslagur í gær þar sem Hjálmar Sigurvaldason (1485) mætti Herði Jónassyni (1532) og lyktaði viðureigninni með jafntefli. Benedikt Briem (1093) heldur áfram að hrekkja stigahærri mótherja því í gær gerði hann jafntefli við Halldór Atla Kristjánsson (1417). Benedikt er því enn taplaus í Opna flokknum.

Úrslit 3.umferðar:

Bo. No. Name Rtg Pts. Result Pts. Name Rtg No.
1 3 Vignisson Ingvar Egill 1554 2 0 – 1 2 Ulfsson Olafur Evert 1464 6
2 5 Sigurvaldason Hjalmar 1485 2 ½ – ½ 2 Jonasson Hordur 1532 4
3 7 Thrastarson Tryggvi K 1450 0 – 1 1 Briem Hedinn 1563 2
4 8 Kristjansson Halldor Atli 1417 ½ – ½ Briem Benedikt 1093 18
5 9 Magnusson Thorsteinn 1415 1 ½ – ½ 1 Davidsson Stefan Orri 1386 10
6 11 Heidarsson Arnar 1340 1 1 – 0 1 Hakonarson Oskar 0 24
7 23 Haile Batel Goitom 0 1 0 – 1 1 Baldursson Atli Mar 1167 15
8 22 Moller Tomas 1028 1 1 – 0 ½ Thorisson Benedikt 1169 14
9 17 Karlsson Isak Orri 1148 ½ 1 – 0 ½ Kristbergsson Bjorgvin 1081 20
10 19 Gudmundsson Gunnar Erik 1082 ½ ½ – ½ 0 Olafsson Arni 1156 16
11 13 Alexandersson Orn 1217 0 1 – 0 0 Omarsson Adam 1065 21
12 1 Bjarnason Arnaldur 1647 1 0 not paired
13 12 Hakonarson Sverrir 1338 ½ 0 not paired

 

Nánari upplýsingar um mótið má nálgast á chess-results. Skákir Haustmótsins eru aðgengilegar hér (pgn): #1, #2, #3

4.umferð verður tefld miðvikudagskvöldið 5.október kl.19:30. Allar ótefldar skákir til þessa verða tefldar mánudagskvöldið 26.september kl.19:30.