Englendingurinn Logan C Shafer fékk fullt hús vinninga á þriðjudagsmótinu þann 15. apríl síðastliðinn. Það er orðinn nokkurra ára hefð fyrir því að Reykjavíkurskákmótinu ljúki þriðjudagsinn fyrir páska, og því fylgir að áhugasamir erlendir skákmenn fjölmenna á þriðudagsmótið sem haldið er sama dag. Á mótinu tefldu 21 Íslendingar eða skákmenn búsettir á Íslandi, og 17 erlendir gestir. Einn gestanna, Logan C Shafer tefldi af krafti og vann öruggan sigur með fullu húsi. Bestum árangri miðað við stig náði TR-ingurinn ungi Karma Halldórsson.
Öll úrslit og stöðu mótsins má nálgast á chess-results.
Á myndinni má sjá efstu 15 í mótinu!