Laugardagsmót barna verða haldin í skáksal Taflfélags Reykjavíkur nær alla laugardaga á vorönn klukkan 14:00 – 16:00. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 5+3. Laugardagsmótin eru hugsuð fyrir stráka og stelpur á grunnskólaaldri, sem og elstu börn leikskóla, og er börnum frá öðrum taflfélögum velkomið að slást í hópinn og tefla með. Laugardagsmótin verða reiknuð til hraðskákstiga. Enginn aðgangseyrir er á mótin og fer skráning fram á skákstað og lýkur kl.13:55. Skákstjóri verður Gauti Páll Jónsson (sími: 691 9937).
Dagskrá Laugardagsmóta á vorönn:
- Mót 1: 13.janúar
- Mót 2: 20.janúar
- Mót 3: 27.janúar
- Mót 4: 3.febrúar
- Mót 5: 10.febrúar
- Mót 6: 24.febrúar
- Mót 7: 10.mars
- Mót 8: 17.mars
- Mót 9: 24.mars
- Mót 10: 14.apríl
- Mót 11: 21.apríl
- Mót 12: 28.apríl