Einn af nýliðunum í íslenskri skákseni, hinn ungi Kristófer Orri Guðmundsson, gerði sér lítið fyrir og vann Þriðjudagsmótið þann 8. febrúar. Féllu margir sterkir skákmenn í valinn, þar á meðal stórmeistarabaninn og mótshaldarinn Gauti Páll! Kristófer er grjótharður skákmaður en byrjaði ekki að tefla yfir borðinu fyrr en í desember. Sex af tólf þáttekendum kvöldsins stigalausir! TR fagnar nýliðunum á Þriðjudagsmótin, og minna í leiðinni á Skákæfingar fullorðinna.
Kristófer fær 1. verðlaun, 3000kr. inneign í Skákbúðina. Sigurjón Njarðarson hlaut verðlaunin fyrir bestan árangur miðað við eigin stig, en hann er stigalaus en var með árangur upp á 1443 stig. Við setjum 1000 stig á stigalausa, þannig að þarna er 443 stiga munur. Ef engin atskákstig eru til staðar er næst miðað við kappskákstig, og svo hraðskákstig, séu þau til staðar.
Mótið á chess-results.