Kristófer með fullt hús á Þriðjudagsmóti 10. janúar



Það var góð mæting á Þriðjudagsmótið 10. janúar þrátt fyrir annað skákmót á sama tíma í Mosfellsbæ. 26 tefldu í TR og 42 í Mosfellsbæ, þannig að 68 tefldu á reiknuðu móti á Íslandi þetta þriðjudagskvöld. Skák er skemmtileg!

Kristófer Orri Guðmundsson, sem oft hefur verið sigursæll, vann að þessu sinni með fullu húsi. Þrír skákmenn fengu fjóra vinninga: Sigurbjörn Hermannsson, Arnar Breki Grettisson og Arnar Ingi Njarðarson. Sigurbjörn (1305) stóð sig frábærlega, var með árangur upp á 1721 og græðir 92 atskákstig úr fjórum atskáksigrum, geri aðrir betur! Hann fær árangursverðlaun frá Skákbúðinni, ásamt Kristófer sigurvegara mótsins.

Mótsstjórn var í höndum Jons Olav Fivelstad.

Næsta mót er í kvöld og hefst stundvíslega klukkan 19:30 eins og venjulega. Öll velkomin. Eða allir velkomnir. Að mati vefstjóra er hvoru tveggja alveg ásættanlega íslenska, rétt eins og stóra þornið í Þriðjudagsmót!

Úrlsit og stöðu mótsins er hægt að nálgast á chess-results.