Jósef og Alexandra drengja- og stúlknameistarar TR



Stúlkna- og drengjameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fór fram laugardaginn 18. október.

Prýðis þátttaka var, en alls tóku 82 krakkar þátt í öllum flokkum.

Mótið hófst um morguninn með Yngri flokki 2 og Yngri flokki 3.

20251018_120658

Í Yngri flokki 3 kepptu krakkar fædd 2019 og síðar. Þar vann Finnur Árnason með fullu húsi, 5 vinningum, í 2. sæti varð Lúkas Fells Lövenholdt með 4 vinninga og Logi Mikael Egilsson í 3. sæti með 3,5 vinning. Þeir þrír og Heiðbjartur Óli Haraldsson, sem lenti í 4. sæti, fengu verðlaun fyrir bestan árangur fædd 2019, en Emilía Karin Arnarsdóttir og Kjartan Elmar Traustason fengu verðlaun fyrir bestan árangur fædd 2020.

Úrslit á chess-results:

20251018_120422

Í Yngri flokki 2 kepptu krakkar fædd 2018. Þar vann Helgi Fannar Óðinsson með fullu húsi, 5 vinningum, í 2. sæti varð Pétur Eystenn N. Arnarsson með 3,5 vinning og í 3. sæti Jón Fenrir Ragnarsson, einnig með 3,5 vinning, en lægri á stigum. Ásamt þeim fékk viðurkenningu í þessum flokki Sólveig Hólm Brynjarsdóttir, sem varð efst stúlkna.

Úrslit á chess-results:

Eftir hádegi fóru svo fram Opinn flokkur, sem er aðalkeppnin, og Yngri flokkur 1, fyrir krakka fædd 2016-17.

20251018_155203

Í Yngri flokki 1 sigraði Þorvaldur Orri Haraldsson með 4,5 vinning. Í öðru sæti varð Jakob Þór Emilsson með 4 vinninga og í 3. sæti Helgi Fannar Óðinsson, einnig með 4 vinninga en lægri á stigum.

20251018_155316

Árgangaverðlaun í Yngri flokki 1.

f.2016: Þorvaldur Orri Haraldsson og Anna Lee Ívarsdóttir
f.2017: Emilía Klara Tómasdóttir, Nói Ingvaldsson og Sigurður Höeg Jónsson
f.2018: Helgi Fannar Óðinsson

Úrslit á chess-results:

Í opnum flokki fór svo fram aðalkeppnin og keppnin um titlana Drengjameistari Taflfélags Reykjavíkur og Stúlknameistari Taflfélags Reykjavíkur. Þar er skemst frá því að segja að Jósef Omarsson gerði sér lítið fyrir og vann mótið með fullu húsi. Er þetta í fjórða árið í röð sem Jósef verður Drengjameistari Taflfélags Reykjavíkur og, eftir því sem skrifari kemst næst, er hann þar með búinn að jafna met Vignis Vatnars Stefánssonar, sem einnig varð fjórum sinnum Drengjameistari TR. Jósef verður gjaldgengur í mótið á næsta ári líka og gæti þá slegið metið.

Í öðru sæti með 5,5 vinning lenti Emilía Embla Baldvinsdóttir Berglindardóttir, sem hefur verið í mikilli sókn undanfarið, og í 3. sæti með 5 vinninga – og hæstur á stigum þeirra sem hlutu 5 vinninga – varð Tristan Nash Alguno Openia.

20251018_165615

Stúlknameistari Taflfélags Reykjavíkur varð hinsvegar í fyrsta sinn Alexandra Vorontsova Aðalsteinsdóttir, en hún á framtíðina fyrir sér, er fædd árið 2017 og gæti bætt við mörgum slíkum titlum.

20251018_170118

Árgangaverðlaun:

2010: Theódór Eiríksson, Ingi Hrafn Ýmisson
2011: Jósef Omarsson, Tristan Nash Alguno Openia
2012: Emilía Embla B. Berglindardóttir, Örvar Hólm Brynjarsson
2013: Anh Hai Tran, Elsa Margrét Aðalgeirsdóttir
2014: Óðinn Darri Hjálmarsson, Katrín Ósk Tómasdóttir
2015: Pétur Úlfar Ernisson, Þóra Kristín Jónsdóttir
2016: Dagur Sverrisson, Eiður Jökulsson
2017: Alexandra Vorontsova Aðalsteinsdóttir

Úrslit á chess-results: