Jon Olav Fivelstad, stjórnarmaður í Taflfélagi Reykjavíkur, sigraði á atskákmótinu þann 6. febrúar síðastliðinn með þrjá vinninga af þremur. Skákstjóra varð örlítið á í messunni þegar hann setti 6 manna mót upp í swiss kerfinu, en þá vildi kerfið ekki para í fjórðu umferð, betra hefði verið að allir tefldu við alla með aðeins styttri tímamörkum. En í staðinn var brugðið á það ráð að tefla samt sem áður fjórðu skákina, en hún mun þó ekki birtast hjá Fide, og var bara tefld til gamans! Oddgeir Ottesen hlaut tvo vinninga og aðrir minna.
Úrslit mótsins má nálgast á chess-results. Næsta mót verður fimmtudaginn 13. febrúar, en dagskrána má nálgast hér.