Þau voru áberandi endatöflin á atskákmótinu í Faxafeninu á fimmtudaginn. Þannig missti Jón Eggert Hallsson rétt svo af því að vinna með fullu húsi, þegar Helgi Hauksson bjargaði vonlítilli stöðu í jafntefli í síðustu umferðinni. Arnar Ingi Njarðarson bjargaði líka koltöpuðu endatafli gegn Adam Omarssyni í jafntefli með því að skilja þann síðarnefnda eftir með biskup og „vitlaust“ h-peð. Eftir sem áður, vann Jón Eggert mótið örugglega en öðru sætinu náði skákstjórinn.
Önnur úrslit og lokastöðu má annars sjá hér.
Enn um sinn verða atskákmótin á fimmtudögum og það næsta verður 6. febrúar næstkomandi. Kvöldið áður, á miðvikudaginn (5. feb), er hins vegar hraðskákmót Reykjavíkur og verðlaunaafhending fyrir Skákþing Reykjavíkur.