Hin árlega Jólaskákæfing verður haldin laugardaginn 10.desember kl.14-16. Æfingin er um leið uppskeruhátíð haustannarinnar því veitt verða verðlaun fyrir ástundun á haustönn. Allir krakkar úr öllum skákhópum TR, sem æfa á laugardögum og sunnudögum, eru velkomnir á þessa sameiginlegu Jólaskákæfingu.
Æfingin er einskonar fjölskylduskákmót þar sem tveir mynda eitt lið og mega foreldrar, ömmur og afar og frændur og frænkur gjarnan tefla með börnunum. Boðið verður upp á léttar veitingar.
Byrjendahóparnir, stelpuhópurinn og hópurinn sem æfir kl.14 verða því ekki með venjulegar æfingar þennan dag, heldur hittast á sameiginlegri Jólaskákæfingu kl.14.