Jólahraðskákmót TR fer fram á fimmtudag



Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið fimmtudaginn 28. desember og hefst taflið klukkan 19:30. Tefldar verða 9 umferðir og verður umhugsunartíminn 4 mínútur á skák auk þess sem 2 sekúndur bætast við eftir hvern leik (4+2). Teflt verður í húsnæði TR að Faxafeni 12. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga.

Þátttökugjald er 1.000kr (greiðist með reiðufé á staðnum). Frítt er fyrir félagsmenn TR sem eru 17 ára eða yngri. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin.

Skráningarform

Skráðir keppendur

Jólahraðskákmeistarar síðustu ára:

2016: Páll Agnar Þórarinsson 2015: Vignir Vatnar Stefánsson 2014: Oliver Aron Jóhannesson 2013: Jóhann Ingvason 2012: Oliver Aron Jóhannesson 2011: Daði Ómarsson 2010: Jóhann Ingvason 2009: Sigurður Daði Sigfússon 2008:Gunnar Freyr Rúnarsson 2007: Davíð Kjartansson 2006: Stefán Kristjánsson 2005: Hrannar Baldursson 2004: Björn Þorfinnsson 2003: Arnar E. Gunnarsson 2002: Jón Viktor Gunnarsson 2001: Helgi Áss Grétarsson.