JÓLA GRAND PRIX í kvöld. Verðlaunaafhending og veitingar.



Tíunda og síðasta Grand Prix mót TR og Fjölnis á þessu ári fer fram í kvöld fimmtudagskvöld 13. desember í Skákhöllinni í Faxafeni. Það verður sérstök jólastemning á staðnum, boðið uppá piparkökur og jólaöl ásamt sérlega góðum jólatónlistarverðlaunum frá 12 tónum, Geimsteini, Senu, Smekkleysu og Zonet. Einnig verður þeim einstaklingi sem hæst samanlagt skor úr 10 fyrstu mótunum veittur glæsilegur ferðavinningur á Politiken Cup.

Fjölnir og TR hafa staðið fyrir Grand Prix mótaröðinni sem hefur sýnt sig að vera velkomin viðbót við skákflóruna á höfuðborgarsvæðinu. Tefldar eru sjö umferðir og er umhugsunartími hverrar skákar sjö mínútur á mann. Allir skákmenn úr öllum félögum eru hjartanlega velkomnir. Ný Grand prix mótaröð hefst síðan fimmtudaginn  10. janúar með glæsilegum verðlaunum, en nánar verður greint frá því á heimasíðu TR og skak.is.

ÓFH