Jóel Helmer Tóbíasson sigurvegari Bikarsyrpu IV Emilía Klara Tómasdóttir efst stúlkna



Helgina 25-27 apríl fór fram fjórða mótið í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur. Mótið var að þessu sinni í minna lagi sem skýrist af miklu mótahaldi sem fór fram þess helgi og sýnir hversu mikið er í gangi í íslensku skáklífi þessa dagana.

20250427_130652

Mótið fór að mestu leitinni eftir bókinni en nokkuð var um óvænt úrslit eins og venjulega.

20250426_130527

Eftir 4.umferðir voru það Pétur Úlfar og Jóel Helmer sem leiddu báðir með fullu húsi.

Í fimmtu umferð mættust þeir. Eftir frekar lífalausa byrjun var Jóel kominn búinn að byggja upp vænlega stöðu í endataflinu en með lítinn tíma á klukkunni var erfitt að finna rétt framhald í tímarhrakinu. Skákin leysist síðan upp og endaði í jafntefli eftir þráleik.

Skák Jóel Helmers og Péturs Úlfar

Skák Jóel Helmers og Péturs Úlfar

Í lokaumferðinni unnu þeir báðir sínar skákir og urðu tveir efstir með  vinning. Þá kom til stiga útreiknings en á oddastigum var Jóel Helmer einu stigi yfir Pétur.

Vignir Óli og Bragi Hólmar

Vignir Óli og Bragi Hólmar

Í 3-4 sæti urðu Hallur Steinar og Vignir Óli sem unnu einnig sínar skákir í lokaumferðinni nokkuð sannfærandi og urðu jafnir með 5.vinninga en Vignir var ofar á oddastigum.

Emilía Klara og Hjörtur

Emilía Klara og Hjörtur

Í stúlkna flokki vann Emilía  Klara sína skák í lokaumferðinni með sigri á Hirti og tók þar með  efsta sætið í stúlknaflokki með vinning. Stuttu á eftir henni var Emilía Sigurðardóttir með 3. vinninga

Úrslit eftir 7.umferðir

Úrslit eftir 7.umferðir

Pétur Úlfar, Jóel Helmer, Vignir Óli

Pétur Úlfar, Jóel Helmer, Vignir Óli

🥇Jóel Helmer Tóbíasson 6½ (27)

🥈Pétur Úlfar Ernisson 6½ (26)

🥉Vignir Óli Gunnlaugsson 5 (28)

Emilía Klara Tómasdóttir

Emilía Klara Tómasdóttir

🥇Emilía Klara Tómasdóttir 3½

🥈Emilía Sigurðardóttir 3

Taflfélag Reykjavíkur þakkar öllum keppendum fyrir þátttöku og vonumst við til að sjá sem flesta á næsta móti. Næsta mót í Bikarsyrpuröð T.R. fer fram í maí og verður auglýst mjög fljótlega. Hægt er að sjá lokastöðu mótsins á úrslitasíðu mótsins á Chess-results: Bikarsyrpa T.R: IV 2025



About Daði Ómarsson

Skák kennari og dómari hjá Taflfélagi Reykjavíkur.