Helgina 25-27 apríl fór fram fjórða mótið í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur. Mótið var að þessu sinni í minna lagi sem skýrist af miklu mótahaldi sem fór fram þess helgi og sýnir hversu mikið er í gangi í íslensku skáklífi þessa dagana.
Mótið fór að mestu leitinni eftir bókinni en nokkuð var um óvænt úrslit eins og venjulega.
Eftir 4.umferðir voru það Pétur Úlfar og Jóel Helmer sem leiddu báðir með fullu húsi.
Í fimmtu umferð mættust þeir. Eftir frekar lífalausa byrjun var Jóel kominn búinn að byggja upp vænlega stöðu í endataflinu en með lítinn tíma á klukkunni var erfitt að finna rétt framhald í tímarhrakinu. Skákin leysist síðan upp og endaði í jafntefli eftir þráleik.

Skák Jóel Helmers og Péturs Úlfar
Í lokaumferðinni unnu þeir báðir sínar skákir og urðu tveir efstir með 6½ vinning. Þá kom til stiga útreiknings en á oddastigum var Jóel Helmer einu stigi yfir Pétur.

Vignir Óli og Bragi Hólmar
Í 3-4 sæti urðu Hallur Steinar og Vignir Óli sem unnu einnig sínar skákir í lokaumferðinni nokkuð sannfærandi og urðu jafnir með 5.vinninga en Vignir var ofar á oddastigum.

Emilía Klara og Hjörtur
Í stúlkna flokki vann Emilía Klara sína skák í lokaumferðinni með sigri á Hirti og tók þar með efsta sætið í stúlknaflokki með 3½ vinning. Stuttu á eftir henni var Emilía Sigurðardóttir með 3. vinninga

Úrslit eftir 7.umferðir

Pétur Úlfar, Jóel Helmer, Vignir Óli
🥇Jóel Helmer Tóbíasson 6½ (27)
🥈Pétur Úlfar Ernisson 6½ (26)
🥉Vignir Óli Gunnlaugsson 5 (28)

Emilía Klara Tómasdóttir
🥇Emilía Klara Tómasdóttir 3½
🥈Emilía Sigurðardóttir 3
Taflfélag Reykjavíkur þakkar öllum keppendum fyrir þátttöku og vonumst við til að sjá sem flesta á næsta móti. Næsta mót í Bikarsyrpuröð T.R. fer fram í maí og verður auglýst mjög fljótlega. Hægt er að sjá lokastöðu mótsins á úrslitasíðu mótsins á Chess-results: Bikarsyrpa T.R: IV 2025