Íslandsmót taflfélaga í Fischer Random á föstudagskvöld!



Skemmtikvöld_TR_2015_2

Annað skemmtikvöld starfsársins hjá TR fer fram næstkomandi föstudagskvöld.  Þá mun fara fram Íslandsmót taflfélaga í Fischer random hraðskák.  Þetta verður í annað sinn sem mótið fer fram en í fyrra sigraði A sveit Taflfélags Reykjavíkur.

Öll taflfélög eru hvött til að taka þátt og er frjálst að senda eins margar sveitir til leiks og þau kjósa. Samkvæmt venju verður gert hlé á taflmennskunni til hægt sé að bregða sér á Billjardbarinn og væta kverkarnar.

Fyrirkomulagið verður eftirfarandi:

  1. Tímamörk eru 3 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma á hvern keppanda.
  2. Fjöldi skákmanna í hverri sveit eru fjórir og skal styrkleikaraðað eftir bestu samvisku. Sveitir skulu merktar A, B etc eftir styrkleika. Leyfilegt er að vera með tvo varamenn fyrir hverja sveit, sem koma þá inn á borð samkvæmt styrkleika.
  3. Swiss, round robin eða double round robin eftir fjölda sveita. Stefnt að því að tefla allavegana 12 umferðir.
  4. Leyfilegt er að fá einn lánsmann úr öðru félagi í sína sveit. Það hefur þó afleiðingar. Lán á stórmeistara kostar 3 vinninga, alþjóðlegur meistari kostar 2 vinninga, Fide meistari kostar 1 vinning og aðrir skákmenn kosta 1/2 vinning. Þessir vinningar verða dregnir frá í lok móts. Samþykki viðkomandi félags þarf að liggja fyrir til að lánið teljist löglegt.
  5. Sú sveit sem hlítur flesta vinninga sigrar og fær nafnbótina Íslandsmeistari taflfélaga í Fischer Random. Séu tvær eða fleiri sveitir jafnar að vinningum ber sú sveit sigur úr býtum sem hefur flesta “matchpoints”. Séu sveitir enn jafnar verður gripið til stigaútreiknings.
  6. Gerð verður hlé til Billjardbarsferðar meðan á mótinu stendur. Verðlaunaafhending mun fara fram á Billjardbarnum.
  7. Verðlaun:
    1.sæti Bikar og 5000 króna úttekt á billjardbarnum í formi veitinga.
    2.sæti Bikar og 3000 króna úttekt á Billjardbarnum í formi veitinga.
    3.sæti Bikar og 2000 króna úttekt á Billiardbarnum í formi veitinga.
  8. Þátttökugjald eru 2000 kr á A sveit.  B og C sveitir fá helmingsafslátt á þátttökugjaldi

Aldurstakmark er 20 ár og rétt er að geta þess að áfengisbann ríkir í húsakynnum Taflfélagsins.

Björn Jónsson tekur við skráningu í síma 8999268, bjornj@ccpgames.com eða í formi facebook skilaboða.  Ekki er hægt að senda fax.  Skráningarfrestur rennur út á miðnætti fyrir mót, fimmtudagskvöldið 29. október

Bjór á stórlækkuðu verði á Billanum allt kvöldið! Hlökkum til að sjá ykkur!