Hraðskákmót T.R. fer fram á sunnudagHraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið í húsnæði félagsins að
Faxafeni 12 sunnudaginn 23.október kl. 14:00

Tefldar verða 2×7 umferðir eftir Swiss Perfect kerfi. Umhugsunartími 5
mín á skák.

Þátttökugjald kr 500 fyrir 16 ára og eldri, en frítt fyrir 15 ára og
yngri.

Þrenn verðlaun verða i boði.

Að loknu hraðskákmótinu fer fram verðlaunaafhending fyrir nýafstaðið
Haustmót.

Núverandi Hraðskákmeistari T.R. er Stefán Már Pétursson.