Hraðskákmót Reykjavíkur verður haldið í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 sunnudaginn 8. febrúar kl. 14.
Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3+2 (3 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik).
Þátttökugjald er kr 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir 15 ára og yngri. Skráning fer fram á skákstað.
Þrenn verðlaun í boði.
Eftir Hraðskákmótið fer fram verðlaunaafhending fyrir Skákþing Reykjavíkur 2015.
Núverandi hraðskákmeistari er Róbert Lagerman.
- Hraðskákmeistarar Reykjavíkur
- Lokastaða Skákþings Reykjavíkur 2015