Hraðskákmót öðlinga fer fram í kvöld



Hraðskákmót öðlinga fer fram miðvikudaginn 3. apríl í félagsheimili TR að Faxafeni 12. Mótið hefst kl. 19.30 og er opið fyrir alla 40 ára (á árinu) og eldri. Tefldar verða 11 umferðir með umhugsunartímanum 3 mín + 2 sek á leik.  Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending fyrir Hraðskákmótið sem og Skákmót öðlinga.

Þátttökugjald er kr. 1.000 og er í því innifalið ilmandi nýtt kaffi. Greiða skal með reiðufé við upphaf móts.

Mótið verður reiknað til alþjóðlegra (Fide) hraðskákstiga.

Núverandi Hraðskákmeistari öðlinga er Gunnar Freyr Rúnarsson.

Skákmenn 40+ eru hvattir til að fjölmenna!

Skráning fer fram á staðnum.