Heimir Ásgeirsson og Davíð Kjartansson efstir á netmótum



Haukurinn Heimur Ásgeirsson sigraði glæsilega á Hraðskákmóti TR 2020 með 10 vinningum af 11 mögulegum. Mótið fór fram á chess punkti com 25. október síðastliðinn. Fide meistarinn Róbert Lagerman varð annar með 8.5 vinning og netskákfrömuðurinn Tómas Veigar Sigurðsson varð þriðji einnig með 8.5 vinning. 25 skákmenn tóku þátt, aðeins færri en jafnan í raunheimum, en þó fínasta þáttaka. Gauti Páll Jónsson varð efstur félgsmanna í Taflfélagi Reykjavíkur og er því hraðskákmeistari félagsins 2020. Helstu kanónur félagsins létu sig vanta svo ungi maðurinn greip gæsina þó tæpara gæti það þó ekki verið. TR-ingarnir Eiríkur K. Björnsson og Iðunn Helgadóttir voru einmitt með jafnmarga vinninga! Stöðu og öll úrslir mótsins má nálgast hér.

Heimir Ásgeirsson sigurvegari HTR er annar frá vinstri og Bragi Halldórsson silfurhafi á Árbæjarsafnsmótinu er fremstur með svart.

Heimir Ásgeirsson sigurvegari HTR er annar frá vinstri og Bragi Halldórsson silfurhafi á Árbæjarsafnsmótinu er fremstur með svart.

Davíð Kjartansson varð svo efstur manna á Árbæjarsafnsmótinu sem fór fram nokkrum dögum síðar. 24 tóku þátt í því móti. Davíð fékk 6.5 vinning af 7 mögulegum en tefldar voru færri skákir en í Hraðskákmóti TR, en með lengri tímamörkum, 4+2. Annar varð Bragi Halldórsson og þriðji formaðurinn sjálfur Ríkharður Sveinsson. Stjórn TR stendur sig greinilega vel í þeim mótum sem félagið hefur upp á að bjóða! Úrslir mótsins má nálgast hér. Næsta netmót er Borgarskákmótið sem verður sunnudagskvöldið 1. nóvember klukkan 19, og auglýsingu um það má sjá hérGauti Páll Jónsson (skakmadurinn) - Chess Profile - Chess.com