Hannes Hlífar Stefánsson (2563) er efstur TR-inga í 6.-18 sæti með 2,5 vinning að lokinni þriðju umferð Reykjavíkurmótsins sem fram fór í dag. Hannes sigraði Bolvíkinginn, Guðmund Gíslason (2351). Stefán Kristjánsson (2472), Guðmundur Kjartansson (2365), Víkingur Fjalar Eiríksson (1882) og Kristján Örn Elíasson (1940) unnu einnig en Kristján lagði Guðmund Halldórsson (2248).
Frímann Benediktsson (1939) fylgdi eftir góðum sigri í annarri umferð og gerði jafntefli við stórmeistara kvenna, Anastazia Karlovich (2251), og sömuleiðis gerðu Björn Jónsson (2012) og Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir (1775) innbyrðis jafntefli. Aðrir TR-ingar töpuðu, þ.á.m. Þröstur Þórhallsson (2442) fyrir úkraínska stórmeistaranum, Mikhailo Oleksienko (2550).
Fjórða umferð fer fram á morgun, föstudag, og hefst kl. 16 en teflt er í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu mótsins og heimasíðu Skáksambands Íslands.