Guðmundur tapaði í sjöttu umferðGuðmundur Kjartansson (2388) beið lægri hlut í sjöttu umferð First Saturday mótsins sem fram fer í Búdapest, Ungverjalandi.  Guðmundur hefur 4 vinninga eftir 6 umferðir og þarf 3,5 vinning í síðustu fjórum umferðunum til að landa sínum síðasta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli.

Sjöunda umferð fer fram í dag og hefst kl. 16.00 að staðartíma.

Heimasíða mótsins