Stórmeistarinn Guðmundur Kjartansson varð efstur á Viðeyjarmótinu sem fram fór í Viðey sl. laugardag. Hlaut hann 8 vinninga af 9 mögulegum. Tapaði einni skák gegn Gauta Páli Jónssyni sem varð jafn Guðna Stefáni Péturssyni í 2-3. sæti með 7 vinninga. Það gustaði lítillega á þá 23 keppendur sem lögðu leið sína út í Viðey en þátttakan var heldur lakari heldur en í fyrra. Skemmtilegur viðburður og þegar veðrið er betra er tilvalið að taka fjölskylduna með og skoða eyjuna í leiðinni.
Röð efstur manna:
- Guðmundur Kjartansson 8 vinn. af 9
- Guðni Stefán Pétursson 7 vinn.
- Gauti Páll Jónsson 7 vinn.
- Eiríkur Björnsson 6½ vinn.
nánari úrslit má finna á chess-results
Efstu menn fyrir framan Viðeyjarstofu: Guðni, Guðmundur og Gauti
Skákstjóri var Ríkharður Sveinsson
Nokkrar myndir frá mótinu: