Taflfélag Reykjavíkur og Skákdeild Fjölnis munu nú hefja að nýju fimmtudagsmótin, sem vinsæl voru hér forðum í Taflfélaginu.
Fyrsta mótið verður haldið næstkomandi fimmtudag, 27. september, kl. 19:30 í Faxafeninu.
Hvert mót verður hluti af mótaröð, Grand Prix 2007-2008, en í vetrarlok mun sá, sem stendur sig best heilt yfir litið, mælt eftir Stone-Stone kerfinu, hljóta vegleg verðlaun: Ferð á Politiken Cup skákmótið í Danmörku næsta sumar.
Aðgangseyrir er kr. 500 fyrir fullorðna, en ókeypis fyrir börn og unglinga 15 ára og yngri.
Á hverju móti verða veitt verðlaun, sem verður nánar getið um síðar. Nefna má, að ýmis fyrirtæki koma þar að málum.
Fimmtudagsmótin verða svo auglýst nánar þegar nær líður.
Taflfélag Reykjavíkur Elsta og virkasta skákfélag landsins