Unglingameistaramót TR fór fram í Skákhöllinni í Faxafeni fimmtudaginn 20. desember. Tefldar voru sjö umferðir eftir Monrad-kerfi og vann Páll Andrason úr Helli yfirburðasigur á mótinu. Páll leyfði aðeins eitt jafntefli og hlaut 6½ af 7 mögulegum. Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir úr TR varð í öðru sæti með 5 vinninga, hálfum vinningi fyrir ofan Örn Leó Jóhannsson TR sem hlaut þriðja sætið.
Geirþrúður Anna varð því efst TR-inga og hlaut því bæði unglingameistara- og stúlknameistaratitil TR 2007 og fallega farandbikara að launum auk tónlistarverðlauna.
Óttar Felix Hauksson var mótsstjóri.
Barna- og unglingaæfingar TR hefjast að nýju eftir jólafrí laugardaginn 12 janúar kl 14 í Skákhöllinni Faxafeni.