Gauti og Adam efstir á Þriðjudagsmóti



Tveir urðu efstir og jafnir að vinningum á Þriðjudagsmótinu í síðustu viku en fóru ólíkar leiðir að því marki. Þannig tapaði Gauti Páll strax í 2. umferð fyrir „stigamannabananum“ Kristófer Orra Guðmundssyni en vann síðan afganginn. Adam Ómarsson fór hins vegar taplaus í gegnum mótið og sigldi skiptu efsta sæti í höfn með jafnteflum í tveimur síðustu umferðunum. Þannig báru báðir nokkuð úr býtum; Gauti Páll telst sigurvegari mótsins á stigum en Adam í öðru sæti en hirti hins vegar hin verðlaunin, fyrir besta árangur skv. frammistöðustigum. Og hækkaði að auki um rúm 33 ELO stig fyrir vikið. Og gaman að segja frá því að báðir eru skráðir á Boðsmót TR 3. –  5. júní. (Sjá hér).

Öll úrslit og stöðu Þriðjudagsmótsins má annars nálgast hér á chess-results.

Næsta Þriðjudagsmót verður 10. maí, klukkan 19:30 stundvíslega í félagsheimili TR, Faxafeni 12. Að venju fimm umferðir; 10 mín. á skák að viðbættum 5 sek. fyrir hvern leik. Frá og með næstu mánaðarmótum verða Þriðjudagsmót síðan annan hvern þriðjudag; sjá dagskrá Þriðjudagsmóta hér.