Fyrverandi formaður TR Gauti Páll Jónsson kom sá og sigrðaði síðasta þriðjudagsmót með fullt hús stiga. Næstur á eftir var Dagur Ragnarsson með 4 vinninga og teflandi skákdómarinn var í 3ja sæti á stigum með 3 vinninga. Hin bráðefnilegi Pétur Úlfar Ernisson vann svo árangursverðlaunin og hækkaði um 69 stig og hinn minna efnilegri Þorsteinn Magnússon var þar ekki langt á undan.
Mótið á Chess-results https://chess-results.com/tnr959185.aspx?lan=1&art=1&rd=5
– Þorsteinn Magnússon, skákstjóri

Gauti Páll