Framundan hjá TR



IMG_9661

Hún er ansi þétt mótadagskráin næstu vikurnar og því er ekki úr vegi að líta á það sem framundan er.

Skákþing Reykjavíkur
Þremur umferðum er ólokið á Skákþinginu en því lýkur sunnudaginn 3. febrúar.

Reykjavíkurmót grunnskólasveita mánudaginn 4. febrúar og þriðjudaginn 5. febrúar
4. febrúar 1.-3. bekkur, 5. febrúar 4.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Nánar hér.

Hraðskákmót Reykjavíkur miðvikudaginn 6. febrúar
Venju samkvæmt fer einnig fram verðlaunaafhending fyrir Skákþing Reykjavíkur að móti loknu.

Bikarsyrpa #3 föstudaginn 8. febrúar
Þriðja mótið af fimm. Stendur yfir frá föstudegi til sunnudags.

Skákmót öðlinga miðvikudaginn 13. febrúar
Opið öllum 40 ára og eldri. Sjö umferðir. Teflt einu sinni í viku.

Viðburðirnir verða auglýstir nánar þegar nær dregur. Mótaáætlun TR í heild sinni má sjá hér.

Þá eru einnig fjölmargir æfingatímar hjá félaginu í viku hverri en upplýsingar um þá má sjá hér.