Faxafenið lék á reiðiskjálfi í kvöld er 8.umferð Haustmótsins var tefld. Ólafur Evert Úlfsson tryggði sér sigur í Opnum flokki og þeir Ingvar Þór Jóhannesson og Aron Þór Mai eru í kjörstöðu í sínum flokkum fyrir lokaumferð mótsins. Þá gerði Vignir Vatnar Stefánsson sér lítið fyrir og fór yfir 2300 stiga múrinn og tryggði sér um leið langþráðan FM titilinn.
A-flokkur
Ingvar Þór Jóhannesson fór sér að engu óðslega með svörtu gegn Þorvarði Fannari Ólafssyni og sömdu þeir félagarnir jafntefli eftir ellefu spennuþrungna upphafsleiki. Á sama tíma varði Vignir Vatnar Stefánsson afar erfiða stöðu með kjafti og klóm gegn Björgvin Víglundssyni. Það var mikið í húfi fyrir Vigni Vatnar í þessari skák því hann gat með sigri tryggt sér titilinn Skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur. Ekki nóg með það því samkvæmt talnaglöggum skákáhugamönnum sem staddir voru í Faxafeninu í kvöld þá myndi jafntefli duga Vigni Vatnari til þess að ná sléttum 2300 skákstigum og þar með tryggja sér FM titilinn. Björgvin kærði sig þó kollóttan um þessar vangaveltur og tefldi af festu gegn undrabarninu. Björgvin var óhemju nálægt því að vinna skákina en á einhvern óskiljanlegan hátt tókst Vigni Vatnari að hanga á jafnteflinu. Vignir Vatnar hefur því náð 2300 skákstigum og er orðinn Fíde-meistari! Þó er rétt að hafa í huga að afrekið á enn eftir að staðfesta með formlegum hætti af til þess bærum embættismanni. Af öðrum úrslitum bar hæst sigur Gauta Páls Jónssonar á Oliver Aroni Jóhannessyni eftir slæman fingurbrjót Olivers í 76.leik. Þá vann Dagur Ragnarsson skák sína gegn Birki Karli Sigurðssyni.
Ingvar Þór hefur hlotið 6 vinninga, hálfum vinningi umfram Vigni Vatnar og Dag. Það kemur í ljós á sunnudag hvort leikáætlun Ingvars Þórs heppnast, en þá stýrir hann hvítu mönnunum gegn Gauta Páli. Á sama tíma hefur Vignir Vatnar svart gegn Jóni Trausta og Dagur hefur svart gegn Björgvin. Vignir Vatnar hefur vinningsforskot á Björgvin í kapphlaupinu um titilinn Skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur.
Rk. | Name | Rtg | FED | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | Pts. | TB1 | TB2 | TB3 | |
1 | FM | Johannesson Ingvar Thor | 2367 | ISL | * | 1 | ½ | 1 | 1 | ½ | ½ | ½ | 1 | 6,0 | 23,75 | 0,0 | 4 | |
2 | Stefansson Vignir Vatnar | 2129 | ISL | 0 | * | 1 | ½ | ½ | ½ | 1 | 1 | 1 | 5,5 | 17,75 | 0,0 | 4 | ||
3 | FM | Ragnarsson Dagur | 2272 | ISL | ½ | 0 | * | ½ | 1 | ½ | 1 | 1 | 1 | 5,5 | 17,25 | 0,0 | 4 | |
4 | Viglundsson Bjorgvin | 2185 | ISL | 0 | ½ | * | 1 | 0 | ½ | ½ | 1 | 1 | 4,5 | 13,75 | 0,0 | 3 | ||
5 | Hardarson Jon Trausti | 2100 | ISL | 0 | ½ | 0 | * | ½ | 1 | ½ | 1 | 1 | 4,5 | 13,25 | 0,0 | 3 | ||
6 | Olafsson Thorvardur | 2184 | ISL | ½ | ½ | 0 | 1 | ½ | * | 0 | ½ | 1 | 4,0 | 16,00 | 0,0 | 2 | ||
7 | FM | Johannesson Oliver | 2255 | ISL | ½ | ½ | ½ | ½ | 0 | 1 | * | 0 | 1 | 4,0 | 15,75 | 0,0 | 2 | |
8 | Loftsson Hrafn | 2192 | ISL | ½ | 0 | 0 | ½ | ½ | ½ | * | ½ | ½ | 3,0 | 11,00 | 0,0 | 0 | ||
9 | Jonsson Gauti Pall | 2082 | ISL | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 1 | ½ | * | ½ | 2,0 | 6,00 | 0,0 | 1 | ||
10 | Sigurdsson Birkir Karl | 1900 | ISL | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | ½ | ½ | * | 1,0 | 2,50 | 0,0 | 0 |
B-flokkur
Aron Þór Mai tefldi fallega sóknarskák gegn Veroniku Steinunni Magnúsdóttur í toppslag B-flokks. Aron Þór vann skákina í 29 leikjum og hefur vinningsforskot á toppnum fyrir síðustu umferðina. Í lokaumferðinni mætir hann bróður sínum, Alexander Oliver Mai, sem í kvöld gerði jafntefli við Jón Þór Lemery. Alexander Oliver er í 3.sæti með 5 vinninga. Hörður Aron Hauksson, sem vann Sigurlaugu R. Friðþjófsdóttur, er í 2.sæti með 5,5 vinning. Stephan Briem heldur uppteknum hætti við að hrella sér stigahærri skákmenn því hann vann með svörtu gegn Magnúsi Kristinssyni. Stephan, sem er stigalægstur í flokknum, hefur unnið fjórar skákir og er sem stendur að hækka um tæplega 100 skákstig.
Rk. | Name | Rtg | FED | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | Pts. | TB1 | TB2 | TB3 | |
1 | Mai Aron Thor | 1845 | ISL | * | ½ | 1 | ½ | 1 | 1 | ½ | 1 | 1 | 6,5 | 22,75 | 0,0 | 5 | ||
2 | Hauksson Hordur Aron | 1867 | ISL | ½ | * | 0 | 0 | 1 | + | 1 | 1 | 1 | 5,5 | 19,75 | 0,0 | 5 | ||
3 | Mai Alexander Oliver | 1656 | ISL | 1 | * | ½ | ½ | + | 0 | 1 | ½ | ½ | 5,0 | 19,25 | 0,0 | 3 | ||
4 | Magnusdottir Veronika Steinun | 1777 | ISL | 0 | 1 | ½ | * | ½ | 0 | 1 | ½ | 1 | 4,5 | 14,75 | 0,0 | 3 | ||
5 | Lemery Jon Thor | 1591 | ISL | ½ | 0 | ½ | ½ | * | 1 | ½ | 0 | 1 | 4,0 | 15,50 | 0,0 | 2 | ||
6 | Briem Stephan | 1569 | ISL | 0 | – | – | 1 | 0 | * | 1 | 1 | 1 | 4,0 | 14,00 | 0,0 | 4 | ||
7 | Luu Robert | 1672 | ISL | 0 | 0 | 1 | 0 | 0 | * | ½ | 1 | + | 3,5 | 12,25 | 0,0 | 3 | ||
8 | Fridthjofsdottir Sigurl. Regi | 1802 | ISL | ½ | 0 | 0 | ½ | 0 | ½ | * | 1 | 1 | 3,5 | 10,75 | 0,0 | 2 | ||
9 | Kristinsson Magnus | 1833 | ISL | 0 | ½ | ½ | 1 | 0 | 0 | 0 | * | 1 | 3,0 | 9,50 | 0,0 | 2 | ||
10 | Kristjansson Halldor | 1649 | ISL | 0 | 0 | ½ | 0 | 0 | – | 0 | 0 | * | 0,5 | 2,25 | 0,0 | 0 |
Opinn flokkur
Ólafur Evert Úlfsson tryggði sér í kvöld sigur í Opnum flokki Haustmótsins er hann vann Sverri Hákonarson eftir miklar sviptingar. Ólafur Evert stóð höllum fæti lengi vel en Sverrir lék nokkrum ónákvæmum leikjum í hróksendatafli sem reyndust honum dýrkeyptir. Ólafur Evert hefur því unnið allar skákir sínar til þessa og með sigri í lokaumferðinni vinnur hann mótið með fullu húsi. Það eitt og sér yrði mikið afrek, en það magnaða er að ef Ólafur Evert vinnur flokkinn með fullu húsi, þá er hann að endurtaka leikinn frá árinu 2014 er hann vann D-flokk Haustmótsins með 9 vinningum í 9 skákum. En til þess að svo verði þá þarf hann að vinna varaforseta Vinaskákfélagsins, Hörð Jónasson, og það leikur sér engin að því.
Af öðrum úrslitum má nefna að Ingvar Egill Vignisson vann Héðinn Briem og hefur 5,5 vinning í 2.sæti. Þá vann Arnar Milutin Heiðarsson góðan sigur á nýkrýndum Íslandsmeistara, Stefáni Orra Davíðssyni. Adam Omarsson lagði svo gamla brýnið Björgvin Kristbergsson með svörtu eftir snarpa sókn á drottningarvæng.
Rk. | SNo | Name | FED | Rtg | Club/City | Pts. | TB1 | TB2 | TB3 | |
1 | 6 | Ulfsson Olafur Evert | ISL | 1464 | Hrókar alls fagnadar | 8,0 | 37,50 | 0,0 | 8 | |
2 | 3 | Vignisson Ingvar Egill | ISL | 1554 | Huginn | 6,5 | 26,50 | 0,0 | 6 | |
3 | 4 | Jonasson Hordur | ISL | 1532 | Vinaskakfelagid | 5,5 | 23,50 | 0,0 | 4 | |
4 | 5 | Sigurvaldason Hjalmar | ISL | 1485 | Vinaskakfelagid | 5,5 | 19,75 | 0,0 | 5 | |
5 | 8 | Kristjansson Halldor Atli | ISL | 1417 | Breidablik | 5,0 | 18,50 | 0,0 | 4 | |
6 | 2 | Briem Hedinn | ISL | 1563 | Vinaskakfelagid | 4,5 | 18,00 | 0,0 | 3 | |
7 | 9 | Magnusson Thorsteinn | ISL | 1415 | TR | 4,5 | 17,25 | 0,0 | 4 | |
8 | 15 | Baldursson Atli Mar | ISL | 1167 | Breidablik | 4,5 | 16,75 | 0,0 | 4 | |
9 | 12 | Hakonarson Sverrir | ISL | 1338 | Breidablik | 4,5 | 16,75 | 0,0 | 3 | |
10 | 11 | Heidarsson Arnar | ISL | 1340 | TR | 4,5 | 13,50 | 0,0 | 4 | |
11 | 18 | Briem Benedikt | ISL | 1093 | Breidablik | 4,0 | 16,00 | 0,0 | 1 | |
12 | 22 | Moller Tomas | ISL | 1028 | Breidablik | 4,0 | 12,75 | 0,0 | 3 | |
13 | 17 | Karlsson Isak Orri | ISL | 1148 | Breidablik | 4,0 | 12,50 | 0,0 | 3 | |
14 | 7 | Thrastarson Tryggvi K | ISL | 1450 | 4,0 | 12,25 | 0,0 | 3 | ||
15 | 19 | Gudmundsson Gunnar Erik | ISL | 1082 | Breidablik | 4,0 | 10,50 | 0,0 | 2 | |
16 | 10 | Davidsson Stefan Orri | ISL | 1386 | Huginn | 3,5 | 13,50 | 0,0 | 2 | |
17 | 21 | Omarsson Adam | ISL | 1065 | Huginn | 3,5 | 9,25 | 0,0 | 2 | |
18 | 13 | Alexandersson Orn | ISL | 1217 | 3,0 | 7,50 | 0,0 | 3 | ||
19 | 16 | Olafsson Arni | ISL | 1156 | TR | 3,0 | 7,25 | 0,0 | 2 | |
20 | 20 | Kristbergsson Bjorgvin | ISL | 1081 | TR | 3,0 | 5,50 | 0,0 | 2 | |
21 | 14 | Thorisson Benedikt | ISL | 1169 | TR | 2,5 | 4,75 | 0,0 | 2 | |
22 | 1 | Bjarnason Arnaldur | ISL | 1647 | 2,0 | 7,50 | 0,0 | 1 | ||
23 | 24 | Hakonarson Oskar | ISL | 0 | Breidablik | 2,0 | 2,00 | 0,0 | 1 | |
24 | 23 | Haile Batel Goitom | ISL | 0 | TR | 1,0 | 3,00 | 0,0 | 0 |
9.umferð mótsins, sem jafnframt er sú síðasta, verður tefld á sunnudag klukkan 14. Skákáhugamenn eru hvattir til þess að líta við og fylgjast með fjörugum endasprettinum. Nær Gauti Páll að stríða Ingvari Þór? Verður Vignir Vatnar krýndur Skákmeistari TR í fyrsta sinn? Hvað gera Mai-bræður í lokaumferðinni? Endurtekur Ólafur Evert leikinn frá því árið 2014 og vinnur sinn flokk með fullu húsi? Mun Birna bjóða upp á þeyttan rjóma eða sprauturjóma?
Hið margrómaða og ómissandi Birnukaffi verður vitaskuld opið sem fyrr fyrir skákmenn og gesti þar sem brosandi Birna stendur vaktina með ilmandi kaffi og kærleiksríkar vöfflur.
Nánari upplýsingar um mótið má nálgast á chess-results. Skákir 1-8 umferðar Haustmótsins eru aðgengilegar hér (pgn): #1, #2, #3, #4, #5, #6, #7-8, #9.