Vorhátíð Taflfélags Reykjavíkur fór fram sunnudaginn 6.maí í húsakynnum félagsins að Faxafeni 12. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg og hófst með því að nýjasti stórmeistari TR/Íslands, Bragi Þorfinnsson var boðinn velkominn. Bragi byrjaði ungur að tefla og fór fljótlega á skákæfingar í TR og hlustuðu krakkarnir með mikilli athygli á frásögn Braga um skákiðkun hans sem barns og ráð hans um hvað þarf að gera til að verða stórmeistari.
Fór svo að Bragi vann sigur, eftir að kóngur krakkanna lenti í ógöngum og endaði á a7. Engu að síður hugrakkur kóngur þar á ferð og allt var þetta á léttu nótunum!Næst á dagskránni var skákboðhlaup. Mættir voru 36 krakkar og var þeim skipt í fjögur níu manna lið, þar sem aldur krakkanna í hverju liði spannaði frá 5 árum upp í 13 ár. Mjög góð stemning í öllum liðum og flott samvinna. Það var mikill handagangur í öskjunni, sérstaklega þegar 10 mínúturnar á klukkunni voru að nálgast núllið! Fóru leikar svo að “Hoppandi hrókar” unnu “Lið tvö” 6-2 og “Nei” vann liðið “Skákmaður” með sama mun 6:2.
Eftir þetta var frjáls taflmennska í 10 mínútur á meðan skákþjálfarar tóku fram medalíur og hressinguna.
Þá var komið að medalíunum. Veittar voru medalíur fyrir Íslandsmót unglingasveita, þar sem medalíur voru ekki til fyrir alla þegar mótið fór fram í Garðabæ í desember.
Þau sem fengu medalíur fyrir Íslandsmót unglingasveita eru þessi lið/liðsmenn:
- C-lið: Adam Omarsson, Alexander Björnsson, Ingvar Wu Skarphéðinsson, Tristan Theodór Thoroddsen, Gabríel Sær Bjarnþórsson.
- D-lið: Einar Tryggvi Petersen, Bjartur Þórisson, Jósef Omarsson, Freyr Grímsson.
- E-lið: Soffía Berndsen, Ásthildur Helgadóttir, Anna Katarina Thoroddsen, Elsa Kristín Arnaldardóttir.
- F-lið: Katrín María Jónsdóttir, Hildur Birna Hermannsdóttir, Elín Lára Jónsdóttir, Gerður Gígja Óttarsdóttir.
- G-lið: Sigurður Steinsson, Einar Helgi Dóruson, Stefán Geir Hermannsson, Daníel Davíðsson.
- H-lið: Emil Kári Jónsson, Rigon Kaleviqi, Róbert Kaleviqi, Jón Björn Margrétarson, Ísak Smári Svavarsson.
Þau sem fengu medalíur fyrir góða mætingu á skákæfingum í vetur voru:



Framhaldsflokkur (Björn Ívar Karlsson)

Að lokum var svo “sparihressing”. Boðið var upp á magnaða súkkulaðinammitertu frá Myllunni, sem við mælum svo sannarlega með! Þetta var kærkomin hressing á skemmtilegri skákæfingu.
Við skákþjálfarar í TR þökkum kærlega fyrir veturinn og óskum ykkur gleðilegs sumars! Við minnum jafnframt á sumarnámskeiðin sem Bragi Þorfinnsson verður með í TR í sumar (upplýsingar og skráningarform á heimasíðu TR).Skákæfingar Taflfélags Reykjavíkur hefjast svo að nýju í byrjun september og verða auglýstar sérstaklega. Fylgist með á heimasíðunni og í Facebook-hópnum Taflfélag Reykjavíkur – skákforeldrar.