Fimmtudaginn 18. september hefjast hin víðfrægu fimmtudagsmót TR að nýju eftir sumarfrí. Að venju verða tefldar 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótin hefjast kl. 19.30 öll fimmtudagskvöld og er teflt í Skákhöll TR, Faxafeni 12.
Þátttökugjald er sem fyrr kr. 500 en ókeypis fyrir 15 ára og yngri og boðið verður upp á léttar veitingar án endurgjalds. Mótin eru opin öllum.
Verðlaun verða með breyttu sniði en glæsilegur verðlaunapeningur verður veittur fyrir sigur í hverju móti og í lok vetrar verða veitt þrenn verðlaun fyrir mætingu yfir veturinn. Allir þeir sem mæta að lágmarki á fimm mót fara í pott sem dregið verður úr á síðustu æfingu vetrarins, því oftar sem mætt er, þeim mun meiri líkur á að vinna til verðlauna. Verðlaun verða kr 40.000, 20.000 og 10.000 en verði þátttaka mjög góð hækka verðlaunin til samræmis. Að auki má búast við óvæntum aukaverðlaunum á einhverjum mótanna. Stjórn Taflfélags Reykjavíkur hvetur alla skákáhugamenn til að mæta og upplifa stemninguna í Skákhöllinni.