Fimmtudagsmót í kvöld – ókeypis aðgangur!Fimmtudagsmót T.R. fer að venju fram í kvöld og hefst kl. 19.30.  Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma.

Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni að Faxafeni 12, og opnar húsið kl. 19.10.  Glæsilegur verðlaunapeningur er í boði fyrir sigurvegarann.

Mótin eru öllum opin.  Boðið er upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds.

ATH – Þar sem síðasta mót féll niður verður aðgangur ókeypis að þessu sinni.

  • Fimmtudagsmótin