Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10. Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening. Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri.
Óvænt aukaverðlaun verða í boði fyrir sigurvegara kvöldsins en þau verða í boði á fyrstu æfingu hvers mánaðar í allan vetur.
Stjórn TR hvetur alla áhugasama til að mæta og nýta tækifærið til að hita upp fyrir Íslandsmót skákfélaga.
 Taflfélag Reykjavíkur Elsta og virkasta skákfélag landsins
Taflfélag Reykjavíkur Elsta og virkasta skákfélag landsins
				