Sunnlendingurinn Emil Sigurðarson vann öruggan sigur á þriðjudagsmótinu þann 19. september. Emil fékk fullt hús en hann hefur aðeins aukið við taflmennsku undanfarið. Þrír skákmenn fengju þrjá vinninga, Óskar Long Einarsson, Anton Reynir Hafdísarson og Kjartan Berg Rútsson. Það var einmitt Kjartan sem fékk árangursverðlaunin frá Skákbúðinni fyrir bestan árangur miðað við sitg.
26 skákmenn mættu til leiks að þessu sinni, aðeins færri en oft áður. En það er sannarlega mikið að gera í skákinni eins og lesendur skak.is hafa eflaust orðið varir við. Ásamt Haustmóti TR var að ljúka Íslandsmóti kvenna og Íslandsmóti öldunga. Einnig eru íslenskir skákmenn að tafli erlendis. Nóg í gangi!
Öll úrslit mótsins má sjá á chess-results.