Elsa María Kristínardóttir sigraði af nokkru öryggi á fimmtudagsmóti í gær. Helst fékk hún samkeppni framan af frá Tjörva Schiöth en eftir tap Tjörva í síðustu umferð í miklum tímahraksbarningi við Vigni Vatnar (sem átti 2 sekúndur eftir þegar Tjörvi féll) og sigur Elsu Maríu, varð hún 1½ fyrir ofan Tjörva sem hélt þó öðru sætinu þrátt fyrir tapið. Úrslit í gærkvöldi urðu annars sem hér segir:
1 Elsa María Kristínardóttir 6.5
2-3 Tjörvi Schiöth 5
Vignir Vatnar Stefánsson 5
4 Birkir Karl Sigurðsson 4.5
5-6 Jón Úlfljótsson 4
Sigurjón Haraldsson 4
7 Finnur Kr. Finnsson 3.5
8-11 Hilmir Freyr Heimisson 3
Jakob Alexander Petersen 3
Gauti Páll Jónsson 3
Arnar Ingi Njarðarson 3
12 Þormar Leví Magnússon 2
13 Jóhannes Kári Sólmundarsson 1.5
14 Pétur Jóhannesson 1