Elsa María Kristínardóttir sigraði á ágætlega sóttu fimmtudagsmóti í TR í fyrradag og varð þannig fyrst til að vinna tvö mót í röð í vetur. Mikið gekk á í skákhöllinni í Faxafeni í gærkvöldi; Landsmót í skólaskák og ein frestuð skák úr 6. umferð í Öðlingmóti TR fór fram í húsnæði TR, þannig að fimmtudagsmótið fékk góðfúslega inni í húshluta Skáksambandsins í staðinn. Mótið var annars jafnt og spennandi og úrslit ekki ljós fyrr en síðustu skák var lokið í síðustu umferð. Eins og sést, urðu þau Elsa og Gunnar Finnson efst að vinningum en Elsa var örlítið hærri á stigum.
1-2 Elsa María Kristínardóttir 5.5
Gunnar Finnsson 5.5
3-5 Jóhannes Lúðvíksson 5
Jón Úlfljótsson 5
Birkir Karl Sigurðsson 5
6-7 Jon Olav Fivelstad 4.5
Stefán Pétursson 4.5
8-10 Magnús Matthíasson 4
Finnur Kr. Finnsson 4
Víkingur Fjalar Eiríksson 4
11-12 Kristófer Jóel Jóhannesson 3.5
Óskar Long Einarsson 3.5
13-16 Björgvin Kristbergsson 3
Gauti Páll Jónsson 3
Kristinn Andri Kristinsson 3
Vignir Vatnar Stefánsson 3
17-18 Ingvar Egill Viktorsson, 2.5
Pétur Jóhannesson 2.5
19-20 Friðrik Daði Smárason 2
Eysteinn Högnason 2
21 Matthías Magnússon 1.5
22 Magnús Freyr Sigurkarlsson 0.5