Eiríkur K. Björnsson með fullt hús á Þriðjudagsmóti!



Teflt úti

Teflt úti

Eiríkur K. Björnsson sýndi hvað í sér býr og vann þriðjudagsmótið 11. júní með fullu húsi! 18 skákmenn mættu til leiks, nokkrir sem hafa verið um og yfir 2000 stigin, en annars hafa mótin undanfarið verið sérlega vel sótt af þeim sem enskurinn kallar “club players”. Einnig hefur aðeins aukist að yngsta kynslóðin sýni hvað í sér býr á mótunum.

Í 2. sæti var Kristófer Orri Guðmundsson með 4 vinninga og næstir voru Haraldur Harladsson og Arnar Breki Grettisson með 3.5 vinning. Björgvin Kristbergsson fékk árangursverðlaunin, bestan árangur miðað við stig!

Mótið á chess results.

Næsta er á dagskrá fimmtudagshraðskák þann 13. júní og svo halda þriðjudags- og fimmtudagsmótin áfram látlaust í sumar. Allir velkomnir.