Hinn efnilegi en þó nokkuð mistæki Eiríkur K. Björnsson hafði að lokum sigur á vel sóttu fimmtudagsmóti TR í gærkvöldi. Fullt hús fyrir síðustu umferð dugði, þrátt fyrir tap fyrir Páli Snædal Andrasyni í lokaumferðinni en með þeim sigri tryggði Páll sér annað sætið. Að venju hófst mótið kl. 19:30 og var í gær lokið á slaginu 21:30, en kaffi- og kökuhlé er jafnan eftir 4. umferð fyrir lokaátökin. Kristni Andra Kristinssyni er þökkuð aðstoð við skákstjórn.
- 1 Eiríkur K. Björnsson 6
- 2 Páll Snædal Andrason 5.5
- 3-5 Jón Úlfljótsson 5
- Örn Stefánsson 5
- Unnar Þór Bachmann 5
- 6 Elsa María Kristínardóttir 4.5
- 7-11 Stefán Pétursson 4
- Guðmundur Lee 4
- Jón Trausti Harðarson 4
- Jóhann Bernhard 4
- Björgvin Kristbergsson 4
- 12-18 Jan Valdman 3
- Birkir Karl Sigurðsson 3
- Friðrik Daði Smárason 3
- Valur Sveinbjörnsson 3
- Gunnar Friðrik Ingibergsson 3
- Friðrik Helgason 3
- Pétur Jóhannesson 3
- 19-20 Kristinn Andri Kristinsson 2
- Vébjörn Fivelstad 2
- 21 Aron Freyr Bergsson 1
- 22 Magnús Freyr Sigurkarlsson 0