Eiríkur K. Björnsson bar sigur úr býtum á Þriðjudagsmóti vikunnar en Arnar Ingi Njarðarson náði ekki að fylgja eftir góðum árangri á síðustu tveimur mótum og krækja sér í Þriðjudagsþrennuna. Reyndar kom Eiríkur þar hvergi nærri; Arnar tapaði í fyrstu umferð fyrir Aroni Ellert Þorsteinssyni og náði sér ekki á strik eftir það. Feðgarnir Brynjar Bjarkason og Örvar Hólm Brynjarsson komu hins vegar greinilega vel stemmdir til leiks og náðu góðum árangri; Brynjar tefldi til úrslita um sigur á mótinu í síðustu umferð en endaði í 2. sæti og Örvar í varð í 6. sæti en með hæstu frammistöðustigin. Þeir Eiríkur og Örvar fengu því báðir inneign í Skákbúðinni í verðlaun.
Öll úrslit og stöðu mótsins má annars nálgast hér á chess-results.
Næsta Þriðjudagsmót verður 26. október næstkomandi klukkan 19:30 í félagsheimili TR, Faxafeni 12.