Gauti Páll Jónsson hlaut 4 vinninga af 4 á Þriðjudagsmótinu þann 26. október síðastliðinn. Gauti var orðinn þreyttur á að skrifa um sjálfan sig í þriðju persónu, þannig að titill fréttarinnar er annars eðlis í dag. 23 skákmenn mættu til leiks, sem verður að teljast nokkuð gott. Í öðru sæti varð Ingvar Wu Skarphéðinsson með 3.5 vinning og hlýtur hann aukaverðlaunin, fyrir bestan árangur miðað við eigin stig. Veitt eru verðlaun frá Skákbúðinni, 3000 króna inneign, bæði fyrir efsta sætið og aukaverðlaunin eftirsóknarverðu. Fjórir skákmenn fengu þrjá vinninga, þeir Einar Kr. Einarsson, Hörður Jónasson, Aron Ellert Þorsteinsson og Erlingur Tryggvason. Öll úrslit og stöðu mótsins má nálgast á chess-results.
Næsta Þriðjudagsmót verður 2. nóvember næstkomandi klukkan 19:30 í félagsheimili TR, Faxafeni 12.