Sjötta umferð fór fram í gærkvöldi og í dag sigraði Davíð Kjartansson Einar Hjalta Jensson í frestaðri viðureign Fide meistaranna úr fimmtu umferð. Davíð er því efstur ásamt Omari Salama með 5,5 vinning en Omar Sigraði Einar Hjalta í snarpri viðureign. Önnur helstu úrslit í sjöttu umferð voru þau að stórmeistari kvenna, Lenka Ptacnikova, sigraði Júlíus L. Friðjónsson og Davíð vann Oliver Aron Jóhannesson. Lenka er í þriðja sæti með 5 vinninga en fimm keppendur koma næstir með 4,5 vinning.
Sem fyrr er nokkuð um að stigalægri keppendur nái góðum úrslitum gegn þeim stigahærri og að þessu sinni má til dæmis nefna jafntefli Dags Ragnarssonar við Daða Ómarsson og þá gerði Sigríður Björg Helgadóttir jafntefli við Vigfús Ó. Vigfússon.
Í sjöundu umferð sem fer fram á sunnudag mætast á efstu borðum Lenka og Davíð, Þór Valtýsson og Omar, Júlíus og Daði sem og Dagur og Halldór Pálsson.
- Úrslit, staða og pörun
- Dagskrá og upplýsingar
- Skákmeistarar Reykjavíkur
- Mótstöflur síðustu ára
- Myndir (JHR)