Stórmót Taflfélags Reykjavíkur og Árbæjarsafns fór fram í blíðskaparveðri í Árbænum í dag. Hátíðardagskráin hófst með lifandi tafli, en skákmeistararnir Guðmundur Kjartansson og Jóhann H. Ragnarsson stýrðu þar lifandi fólki til orrustu á reitunum 64. Gaman var að sjá þátttöku allra aldurshópa í lifandi taflinu og voru margar fjölskyldur mættar til leiks íklæddar búningum peða, riddara, biskupa, hróka, drottninga og kónga. Rimmunni lauk með jafntefli, en Jóhann sá sér þann kost vænstan að þráleika eftir að sóknir höfðu gengið á báða bóga. Það var svarta drottningin (Svanhildur Konráðsdóttir) sem þráskákaði þar til kapparnir sættust á jafntefli.
Að lifandi tafli loknu fluttu skákkappar sig í Kornhúsið þar sem fram fór hraðskákmót. Mót þetta er fyrir löngu orðið óopinbert upphaf skákvertíðarinnar, en aðsóknarmet var slegið að þessu sinni og mættu til leiks 51 bókstaflega á öllum aldri. Skákvígum þessum lauk með sigri Davíðs Kjartanssonar sem fór taplaus í gegnum mótið og leyfði einungis jafntefli við Tómas Björnsson. Tómas fór líka taplaus í gegnum mótið en var full sáttfús og lenti að lokum í 3. sæti. Guðmundur Kjartansson skaut sér á milli þeirra félaga, tapaði aðeins fyrir Davíð en var vægðarlaus við aðra.
Skákstjóri var Torfi Leósson.
Taflfélag Reykjavíkur vill koma þökkum til allra sem tóku þátt í þessum skemmtilega viðburði á Árbæjarsafninu í dag.
Heildarúrslit:
Stórmót TR og Árbæjarsafns 14. ágúst 2011- Heildarúrslit
1 Davíð Kjartansson 6,5 v.
2 Guðmundur Kjartansson 6
3 Tómas Björnsson 5,5
4 Björn Ívar Karlsson 5
5 Jóhann Hjörtur Ragnarsson 5
6 Róbert Lagerman 5
7 Arnaldur Loftsson 5
8 Stefán Bergsson 5
9 Gunnar Freyr Rúnarsson 5
10 Oliver Aron Jóhannesson 5
11 Jón Trausti Harðarson 4,5
12 Elsa María Kristínardóttir 4,5
13 Dagur Ragnarsson 4,5
14 Birkir Karl Sigurðsson 4,5
15 Halldór Pálsson 4,5
16 Kristján Örn Elíasson 4
17 Jóhann Helgi Sigurðsson 4
18 Gunnar Nikulásson 4
19 Vignir Vatnar Stefánsson 4
20 Hermann Ragnarsson 4
21 Freygarður Þorsteinsson 4
22 Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 4
23 Gauti Páll Jónsson 4
24 Donika Kolica 3,5
25 Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir 3,5
26 Örn Stefánsson 3,5
27 Hildur Berglind Jóhannsdóttir 3,5
28 Stefán Már Pétursson 3,5
29 Ásgeir Sigurðsson 3,5
30 Óskar Long Einarsson 3,5
31 Andrés Karl Sigurðsson 3
32 Ingi Tandri Traustason 3
33 Jakob Alexander Petersen 3
34 Kristófer Jóel Jóhannesson 3
35 Rafnar Friðriksson 3
36 Björgvin Kristbergsson 3
37 Hilmir Hrafnsson 3
38 Hilmir Freyr Heimisson 2,5
39 Veronika Steinunn Magnúsdóttir 2,5
40 Gunnar Friðrik Ingibergsson 2,5
41 Elín Nhung 2,5
42 Bjarki Arnaldarson 2,5
43 Fannar Ingi Grétarsson 2,5
44 Pétur Jóhannesson 2
45 Atli Snær Andrésson 2
46 Ásta Sóley Júlíusdóttir 2
47 Ellert Kristján Georgsson 1,5
48 Þorsteinn Freygarðsson 1,5
49 Karl Andersson-Claesson 1
50 Hörður Mar Tómasson 0
51 Helga Vollertsen 0
myndir
Pistill: Torfi Leósson
Myndir: Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir og Jóhann H. Ragnarsson