Dagskrá TR í september



Senn líður að lokum ágúst mánaðar og því er ekki úr vegi að fara yfir dagskrána hjá TR í september.

Bikarsyrpa vetrarins hefst föstudaginn 30. ágúst og stendur til sunnudagsins 1. september. Er þetta sjötta árið í röð sem mótaröðin fer fram. Þriðjudagsmótin sem hófu göngu sína á vordögum halda áfram öll þriðjudagskvöld í september. Mótin, sem eru hugsuð til að mæta þörfinni fyrir fleiri atskákmót, eru öllum opin en teflt er í lokuðum flokkum ef fjöldi keppenda er nægur. Haustmót TR stendur yfir dagana 8.-22. september. 85 ár eru síðan mótið var fyrst haldið og í ár verður fyrirkomulagið hið sama og í fyrra, sjö umferðir þar sem allir tefla við alla í lokuðum 8-manna flokkum auk þess sem einn opinn flokkur verður. Mótið er öllum opið. Hraðskámót TR fer fram 25. september og verða þar jafnframt veitt verðlaun fyrir Haustmótið.

Þá hefjast skákæfingar félagsins af fullum krafti í fyrstu viku september mánaðar. Áfram verður boðið upp á fimm æfingaflokka; manngangskennslu, byrjendaflokk, stúlknaflokk, framhaldsflokk og afreksflokk. Öllum nánari fyrirspurnum um æfingarnar svara þjálfarar og forsvarsmenn TR.

September í TR

  • 30. ágúst – 1. september: Bikarsyrpa #1
  • 2. september: Æfingar framhaldshóps hefjast
  • 3. september: Þriðjudagsmótin halda áfram og hvern þriðjudag eftir það
  • 6. september: Æfingar afrekshóps hefjast
  • 7. september: Manngangskennsla hefst ásamt byrjendaæfingum og stúlknaæfingum
  • 8.-22. september: Haustmót TR
  • 25. september: Hraðskákmót TR