Dagskrá skákæfinga TR um helgina (10.-11. sep)Vegna fyrsta móts Bikarsyrpu TR verður fyrirkomulag skákæfinga nú um helgina með eftirfarandi hætti:

Laugardagur 10. september

  • 10:40-11:00 Byrjendaflokkur I (Manngangskennsla).
  • 11:15-12:15 Byrjendaflokkur II (Fyrir börn sem kunna mannganginn).
  • 12:30-13:45 Skákæfing stúlkna.
  • 14:00-16:00 Laugardagsæfing (opnar æfingar) – fellur niður vegna Bikarsyrpunnar.
  • 16:10-17:40 Afreksæfing A.

Sunnudagur 11. september:

  • 10:45-12:15 Afreksæfing B – fellur niður vegna Bikarsyrpunnar.

Jafnframt hvetjum við ykkur krakkar sem hafið verið að sækja skákæfingar félagsins, eða annarra félaga, til að vera með í Bikarsyrpunni enda er um afar gott æfingarmót að ræða sem jafnast á við margar skákæfingar. Upplýsingar um Bikarsyrpuna má sjá hér og hægt er að skrá sig til leiks hér. Bikarsyrpan hefst í dag föstudag kl. 17:30.