Daði Ómarsson í þriðja sæti á Meistaramóti Skákskólans



Daði Ómarsson (2098) úr Taflfélagi Reykjavíkur hafnaði í þriðja sæti á Meistaramóti Skákskólans sem fram fór nú um helgina.  Daði hlaut 5 vinninga úr 7 skákum en tap gegn Bjarna Jens Kristinssyni (1940) í síðustu umferðinni kostaði hann efsta sætið.  Jafnir í 1.-2. sæti með 6 vinninga voru Sverrir Þorgeirsson (2110) og Bjarni Jens.  Fyrstu þrjár umferðirnar voru atskákir en síðustu fjórar hefðbundnar kappskákir.

Úr TR tóku einnig þátt Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir (1763) sem hafnaði í sjöunda sæti með 4,5 vinning, Friðrik Þjálfi Stefánsson (1692) hafnaði í 14. sæti með 3,5 vinning og Birkir Karl Sigurðsson (1355) hafnaði í 22. sæti með 2,5 vinning.

27 keppendur tóku þátt í mótinu að þessu sinni.