Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur var haldinn fyrir skömmu í salarkynnum félagsins og var mæting góð að vanda. Björn Jónsson var endurkjörinn formaður TR með lófaklappi sem þykir til marks um blómlegt starf félagsins á síðasta starfsári undir skeleggri forystu Björns.
Tveir nýjir stjórnarmenn hlutu brautargengi á fundinum, þeir Gauti Páll Jónsson og Birkir Bárðarson. Þeir koma í stað Þorsteins Stefánssonar og Ólafs Ásgrímssonar sem ganga úr stjórn.
Í aðalstjórn félagsins fyrir næsta starfsár voru kosnir þeir Björn Jónsson, Ríkharður Sveinsson, Þórir Benediktsson, Bragi Thoroddsen, Þorsteinn Olaf Sigurjónsson, Kjartan Maack og Gauti Páll Jónsson.
Í varastjórn félagsins fyrir næsta starfsár voru kosin þau Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir, Áslaug Kristinsdóttir, Torfi Leósson og Birkir Bárðarson.