Þann tólfta desember fór fram atskákmót í faxafeninu. Að þessu sinni var nokkuð fámennt en mikil breidd á sama tíma. Eftir fimm umferðir stóð Björn Hólm Birkisson einn uppi sem sigurvegari.
Sigurvegarinn leyfði engin grið og sigraði með fullu húsi að þessu sinni
Í öðru sæti varð alþjóðlegi meistarinn Hilmir Freyr með 4. vinninga og þurfti að lúta í lægra haldi gegn félaga sínum Birni.
í 3-4 sæti urðu Daði Ómarsson og Ghasemi Mohammadhossein með 3.5 vinning en Daði var hærri á stigum.
Stigaverðalaun hlaut Þorsteinn Magnússon með 3 vinninga.
?Björn Hólm Birkisson 5/5
?Hilmir Freyr Heimisson 4.
?Daði Ómarsson 3.5 (15) Ghasemi Mohammadhossein (10)
Allar upplýsingar um mótið má sjá á chess-results.