Bárður Örn Birkisson kom á óvart og varði titil sinn sem Hraðskákmeistari Reykjavíkur á Hraðskákmóti Reykjavíkur síðastliðinn sunnudag. Bárður skaut þar Vigni Vatnar Stefánssyni ref fyrir rass en hann náði sér engan veginn á strik á mótinu og komst ekki á pall.
Enduðu leikar þannig að Bárður hlaut 8 vinninga af 9 eftir skemmtilega baráttu í lokin og Magnús Pálmi og Símon Þórhallsson hlutu 7,5 vinning en báðir lögðu þeir Vigni að velli.
Skákir mótsins er hægt að nálgast á lichess en sex efstu borð voru í beinni.