Hið árlega Borgarskákmót fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, 19. ágúst. Mótið markar upphafið að dagskrá vetrarins ásamt Árbæjarsafnsmótinu. Alls tóku þátt 36 keppendur og af þeim 13 titilhafar, þannig að mótið var sterkt! Helgi Áss Grétarsson virðist kunna vel við sig í Ráðhúsinu enda varaborgarfulltrúi og því nánast á heimavelli. Helgi tefldi fyrir Hreyfil sem hefur stutt við ...
Lesa meira »Author Archives: Ingvar Þór Jóhannesson
Pétur Eiríksson fyrrverandi formaður T.R. látinn
Pétur Eiríksson, fyrrverandi formaður T.R. lést nú í ágústmánuði, 86 ára að aldri. Pétur var formaður Taflfélags Reykjavíkur 1965-66 og átti auk þess sæti í stjórn Skáksambands Íslands á tímabili. Nánari æviágrip Péturs er hægt að nálgast í grein á mbl.is hér. Taflfélag Reykjavíkur sendir fjölskyldu Péturs innilegar samúðarkveðjur.
Lesa meira »Borgarskákmótið 2024 fer fram mánudaginn 19. ágúst – Skráning opin
Borgarskákmótið fer fram mánudaginn 19. ágúst, og hefst það kl. 15:30. Líkt og undanfarin ár fer mótið fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og stendur Taflfélag Reykjavíkur að mótinu. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur + 2 sekúndur á leik (4+2). Mótið verður reiknað til hraðskákstiga og er öllum opið. Þátttaka er ókeypis. Skákmenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst í ...
Lesa meira »
Taflfélag Reykjavíkur Elsta og virkasta skákfélag landsins