Author Archives: Gauti Páll Jónsson

Stórmót Árbæjarsafns og TR haldið sunnudaginn 1. september klukkan 14

arb

Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 1. september. Mótið gefur einstakt tækifæri til að takast á við skákgyðjuna í sögulegu umhverfi Árbæjarsafns. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl.14. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik (4+2). Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, 15.000 kr., 10.000 kr. og ...

Lesa meira »

Hilmir Freyr með fullt hús á þriðjudagsmóti!

HilmirHilversum

Alþjóðlegi meistarinn Hilmir Freyr Heimsson lét sér ekki nægja að vinna síðasta fimmtudagsmót heldur vann hann núna þriðjudagsmótið með fullu húsi, fimm vinninga úr fimm skákum. Fjórir skákmenn fengu svo fjóra vinninga, þeir bræður Bárður Örn og Björn Hólm Birkissynir, Aasef Alashtar og Kristján Örn Elíasson. 31 skákmaður tók þátt í mótinu. Nokkrir keppenda voru að hita upp fyrir Evrópumót ...

Lesa meira »

Hilmir Freyr efstur á fimmtudagsmóti

pro-u8x3FdSc

Fimmtudagshraðskákmótin í TR eru heldur betur komin til þess að vera.  Mætingin hefur verið framar öllum vonum í sumar og vonumst við TR-ingar að áframhald verði á vexti þessara móta enda eru þau hröð, spennandi og skemmtileg.  Mótið var vel skipað og til marks um styrkleika mótsins,  þá voru meðalhraðskákstig sex efstu manna í mótinu 2170 stig. 25 skákmenn mættu ...

Lesa meira »

Kristján Örn og Roberto efstir á þriðjudagsmóti

Kristján Örn vann tvö kvölmót í nóvember. Hér er hann á milli Friðriks Ólafssonar og Jóhanns Hjartarsonar.

Kristján Örn Elíasson og Roberto Osorio Ferrer komu efstir í mark á þriðjudagsmótinu 7. ágúst með 4.5 vinning af 5. Kristján nálgast nú 2000 hraðskákstigin eins og óð fluga. Kristján var efstur á oddastigum og hlaut því sigurlaunin, inneign í Skákbúðina. Ricardo Jimenez var með bestan árangur miðað við eigin stig og fékk líka inneign í Skákbúðina. 24 skákmenn mættu til ...

Lesa meira »

Formaðurinn með fullt hús á þriðjudagsmóti!

Ingvar Þór Jóhannesson.

Á síðasta þriðjudagsmóti mættu 18 skákmenn til leiks. Eftir að hafa legið undir felld í nokkrar mínútur ákvað formaður TR, Ingvar Þór Jóhannesson, að taka þátt. Það reyndust vera gæfuspor því hann kom og sigraði með 5 vinningum af 5 mögulegum. Í öðru sætinu var svo fyrrum formaður TR, Gauti Páll Jónsson, sem eingöngu tapaði fyrir eftirmanni sínum. Stigaverðlaunin hlaut svo ...

Lesa meira »

Kristján Örn með fullt hús á Þriðjudagsmóti!

Kristján Örn vann tvö kvölmót í nóvember. Hér er hann á milli Friðriks Ólafssonar og Jóhanns Hjartarsonar.

24 keppendur tóku þátt á atskákmótinu á liðnum þriðjudegi. Við fengum tvo góða gesti frá Bandaríkjunum þá Luke og Andy en drengirnir stóðu sig með stakri príði. Það fór svo að Kristján Örn sigraði mótið með fullt hús stiga en til gamans má geta að hann lauk mótinu með með rating performance upp á rúm 2500 elo stig. Markús Orri ...

Lesa meira »

Einar og Vignir efstir á Sumarsyrpu II

Dagur Kári, Einar Helgi og Vignir Óli

  Helgina 19.-21. júlí fór fram annað mót Sumarsyrpu TR II sumarið 2024, en sumarsyrpan er haldin í tilefni af 10 ára afmæli bikarsyrpnanna. Sama fyrirkomulag og bikarsyrpurnar nema núna yfir sumartímann!    Það var heldur fámennara en oft áður núna yfir hásumarið en það er allt í lagi. Þau áhugasömustu mæta til leiks og halda sér í góðri æfingu! ...

Lesa meira »

Annað mót Sumarsyrpu TR hefst í dag!

BikarsyrpanBanner_generic

Sumarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur göngu sína sumarið 2024. Eru mótin með sama fyrirkomulagi og Bikarsyrpurnar, kappskákmót fyrir börn með minna en 1800 skákstig. Mótin fara fram þriðju helgi hvers sumarmánaðar, júní, júlí og ágúst. Bikarsyrpurnar hafa verið haldnar í 10 ár, en þetta er í fyrsta sinn sem mót af því tagi eru haldin á sumrin í TR. Mótin verða: ...

Lesa meira »

Benedikt Briem efstur á fimmtudagsmóti

BenediktBriemEM

16 skákmenn mættu til leiks fimmtudaginn 11.júlí en þessi mót eru að festa sig í sessi og þau alltaf að verða fjölmennari.  Benedikt Briem stóð upp sem sigurvegari en hann hlaut 9 vinninga af 10 mögulegum og hækkar um 97 skákstig sem er frábær árangur.  Í örðu sæti var Birki ísak Jóhannsson með 8.5 vinninga og í því þriðja var ...

Lesa meira »

Gauti Páll efstur á þriðjudagsmóti

Gauti Páll

Það var heldur fámennt á þriðjudagsmóti þann 9. júlí en á sama tíma fór fram stórleikur í fótboltanum. Það lét þó ekki 15 manns stoppa sig frá að mæta í Taflfélagið! Efst með 4.5 vinning og innbyrðis jafntefli urðu þau Gauti Páll Jónsson og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir landsliðskona í skák. Gauti endaði með aðeins fleiri oddastig. Eiríkur Orri Guðmundsson náði ...

Lesa meira »

Halldór Brynjar og Matthías Kjeld efstir á Viðeyjarmótinu

videy2024_2

Viðeyjarmótið fór fram við góðar aðstæður í Viðeyjarstofu sunnudaginn 7. júlí. Þátttaka var nokkuð góð, 24 manns. Nóg er samt plássið: Það geta um 50 manns komið sér þægilega fyrir á 2. hæð Viðeyjarstofu að tafli! Mótið hafði dálítið norrænt ívaf að þessu sinni. Hinn norskættaði Jon Olav Fivelstad var skákstjóri og auk þess tók sænsk fjölskylda þátt, faðir og tveir ...

Lesa meira »

Alexander og Gauti Páll efstir á kvöldmótum vikunnar!

fimmt_2

Góð mæting hefur verið á vikumótin í Taflfélaginu í sumar. Þriðjudaginn 2. júlí mættu 18 skákmenn til leiks og fékk þar Alexander Oliver Mai fullt hús vinninga og 37 stiga hagnað í atskákstigum. Emil Sigurðarson fékk 4 vinninga og þeir Björn Hólm Birkisson og Kristófer Orri Guðmundsson fengu 3.5 vinning. Bestum árangri náði Vignir Óli Gunnlaugsson, einn af þessu ungu ...

Lesa meira »

Viðeyjarmótið verður á sunnudaginn!

Teflt úti

Taflfélag Reykjavíkur heldur skákmót í Viðeyjarstofu í samstarfi við Eldingu og Borgarsögusafn sunnudaginn 7. júlí kl. 13. Mótið er opið öllum áhugasömum og þátttaka ókeypis en greiða þarf í ferjuna. Þetta verður fjórða sinn sem mótið verður haldið. Frétt mótsins 2021   Frétt mótsins 2022 Frétt mótsins 2023  Tefldar verða 9. umferðir með tímamörkunum 3+2 (3 mínútur á mann og 2 sekúndur á leik) og mótið ...

Lesa meira »

Gauti Páll efstur á fimmtudagsmóti!

Helgi, Alexander, Gauti, Vignir

Þátttaka var mjög góð en 23 skráðu sig til leiks og var mótið mjög sterkt, að öllum líkindum það sterkasta hingað til. Það voru 7 keppendur með vel yfir 2000 hraðskákstig en IM Bernhard Beyer frá þýskalandi var gestakeppandi. Telfdar voru 10 umferðir með tímamörkunum 3+2. Baráttan var mjög hörð allt mótið en að lokum voru það 4 keppendur sem ...

Lesa meira »

Alexander Oliver efstur á Þriðjudagsmóti!

Alexander Oliver og Tómas Sindri verðlaunahafar.

Alexander Oliver Mai var bestur á þriðjudagsmótinu þann 25. júní. Hann vann fyrstu fjórar skákir sínar og tryggði sér sigur með jafntefli gegn skákstjóra, Gauti Pála Jónssyni, í skrautlegu hróksendatafli sem erfitt var að meta með lítinn tíma á klukkunni. En líklega var jafntefli eðilegustu úrslitin eftir allt saman! Þrír skákmenn voru næstir í röðinni með 3.5 vinning. það voru ...

Lesa meira »

Þriðjudags- og fimmtudagsmót TR í samstarfi við Billiardbarinn!

billiardbarinn

Hefðbundin þriðjudags- og fimmtudagsmót munu fara fram í vikunni hjá Taflfélagi Reykjavíkur. Þó verður það snið aukalega á að mótin verða með verðlaunum og í samstarfi við Billiardbarinn sem er einmitt í sama húsnæði í Faxafeni 12! Billiardbarinn mun veita aukaverðlaun en auk þess verða í gangi tilboð á mótsdögunum. Ef menn vilja gæða sér á hamborgurum þá eru þeir ...

Lesa meira »

Fyrrverandi formaður með fullt hús

Gauti Páll

  Fyrverandi formaður TR Gauti Páll Jónsson kom sá og sigrðaði síðasta þriðjudagsmót með fullt hús stiga. Næstur á eftir var Dagur Ragnarsson með 4 vinninga og teflandi skákdómarinn var í 3ja sæti á stigum með 3 vinninga. Hin bráðefnilegi Pétur Úlfar Ernisson vann svo árangursverðlaunin og hækkaði um 69 stig og hinn minna efnilegri Þorsteinn Magnússon var þar ekki ...

Lesa meira »

Oliver Aron með fullt hús á fimmtudagsmóti!

oliver

17 skákmenn mættu til leiks fimmtudagskvöldið 13.júní  sem er mjög góð þátttaka en þar sem grunnskólarnir eru komnir í sumarfríi þá mættu  ungir og efnilegir skákmenn til leiks sem annars hafa minna mætt.  Telfdar voru 10 umferðir með tímamörkunum 3+2 þ.e. þrjár mínútur plús tvær sekúndur á hvern leik í uppbótartíma. Fide meistarinn Oliver Aron Jóhannesson sigraði allar sínar skákir ...

Lesa meira »

Eiríkur K. Björnsson með fullt hús á Þriðjudagsmóti!

Teflt úti

Eiríkur K. Björnsson sýndi hvað í sér býr og vann þriðjudagsmótið 11. júní með fullu húsi! 18 skákmenn mættu til leiks, nokkrir sem hafa verið um og yfir 2000 stigin, en annars hafa mótin undanfarið verið sérlega vel sótt af þeim sem enskurinn kallar “club players”. Einnig hefur aðeins aukist að yngsta kynslóðin sýni hvað í sér býr á mótunum. ...

Lesa meira »