Ný Grand- Prix mótaröð byrjuð- Arnar E. Gunnarsson tekur forystuna.
Þrátt fyrir snjóþyngsli og þunga færð í Reykjavík var tugur vaskra skákmanna mættur í Skákhöllina Faxafeni, þegar önnur Grand Prix mótaröð TR og Fjölnis hófst þar fimmtudagskvöldið 7. febrúar. Tefldar voru 9 umferðir og var umhugsunartíminn 7 mínútur á mann fyrir hverja skák. Það var hart barist og þegar upp var staðið var röð efstu manna eftirfarandi:
- Arnar E. Gunnarsson 8½
- Torfi Leósson 8
- Davíð Kjartansson 6½
- Stefán Bergsson 6
Gott er að Grand Prix mótaröðin er komin í gang aftur og bætist við fóru skákiðkunar á höfuðborgarsvæðinu. 15 mót eru ráðgerð. Allir geta unnið til einhverra verðlauna.10 bestu mót af15 hjá hverjum og einum gilda til útreiknings. Ferðavinningar á Politiken Cup verða í boði sem og hvatningarverðlaun fyrir mætingu. Hver sem hefur náð að mæta á 5 Grand Prix mót fær frían bíómiða. Næsta Grand Prix mót verður haldið fimmtudaginn 14. febrúar í Skákhöllinni í Faxafeni.
ÓFH