Arnar E. Gunnarsson, alþjóðlegur meistari úr T.R., er Hraðskákmeistari Íslands 2007 eftir sigur á Hraðskákmóti Íslands, sem fór fram í Bolungarvik í gær. Hann hlaut 17.5 vinning, en tveir TRingar, Helgi Áss Grétarsson (fráfarandi Hraðskákmeistari Íslands) og Þröstur Þórhallsson, komu næstir með 17 vinninga.
Arnar er einnig atskákmeistari Íslands og Reykjavíkur.
Af aukaverðlaunum má nefna, að stjórnarmaðurinn og heiðursfélagi T.R., Ólafur S. Ásgrímsson, hlaut verðlaun í flokki undir 1800 stiga manna.
En röð efstu manna var eftirfarandi:
1 Arnar Gunnarsson 2439 17.5 244.0 177.5
2-3 Þröstur Þórhallsson 2461 17 245.0 171.0
Helgi Áss Grétarsson 2462 17 244.5 176.0
4 Davíð Kjartansson 2325 16.5 237.5 163.0
5 Jón Viktor Gunnarsson 2427 16 236.0 159.0
6 Ingvar Þór Jóhannesson 2344 13.5 248.5 150.0
7-8 Sigurbjörn Björnsson 2290 12.5 248.5 134.0
Róbert Harðarson 2315 12.5 241.5 129.5
9-10 Halldór Grétar Einarsson 2272 12 249.5 132.0
Dagur Arngrímsson 2316 12 240.0 137.0
Um önnur úrslit; sjá www.skak.is