Reykjavíkurmót grunnskólasveita fór fram á mánudag í húsnæði TR og var fjölmennt að vanda. A-sveit Rimaskóli sem skipuð var þeim Degi Ragnarssyni, Oliver Aroni Jóhannessyni, Jóni Trausta Harðarsyni og Kriistófer Jóel Jóhannessyni, sigraði með yfirburðum; hlaut 27 vinninga af 28 mögulegum en mun meiri spenna var um 2. og 3. sætið. Þar urðu hlutskarpastar A-sveit Ölduselsskóla sem hlaut silfuverðlaun með 19 ½ vinning (skipuð þeim Mikael Kravchuk, Alec Sigurðssyni, Óskari Víkingi Davíðssyni og Brynjari Haraldssyni) en bronsverðlaun hlaut sveit Laugalækjarskóla með 19 vinninga (skipuð þeim Rafnari Friðrikssyni, Garðari Sigurðssyni, Arnari Inga Njarðarsyni og Johan Markus Chun). Skammt var síðan í sveitirnar í 4. og 5. sæti; B-sveit Rimaskóla (18 vinningar) og A-svein Kelduskóla (17 vinningar).
Reykjavíkurmeistarar stúlkna varð sveit Rimaskóla með 15 ½ vinning en hún var skipuð þeim Nansý Davíðsdóttur, Ásdísi Birnu Þórarinsdóttur, Tinnu Sif Aðalsteinsdóttur, Heiðrúnu Hauksdóttur og Signý Helgu Guðbjartsdóttur. Silfurverðlaunin í kom í hlut stúlknasveitar Melaskóla (skipuð þeim Svövu Þorsteinsdóttur, Katrínu Kristjánsdóttur, Helgu Lan Haraldsdóttur, Vigdísi Sverrisdóttur og Kristínu Ingibjörgu Magnúsdóttur) en bronsverðlaun hlaut sveit Fossvogsskóla (skipuð þeim Dögg Magnúsdóttur, Elísu Gígju Ómarsdóttur, Lísu Ólafsdóttur, Helenu Sól Elíasdóttur og Ólöfu Helgu Þórmundsdóttur). Úrslit urðu annars sem hér segir:
1. Rimaskóli A 27 vinningar
2. Ölduselsskóli A 19½
3. Laugalækjarskóli 19
4. Rimaskóli B 18
5. Kelduskóli A 17
6. Árbæjarskóli A 16
7. Melaskóli A 16
8. Hagaskóli 15½
9. Háaleitisskóli 15½
10. Rimaskóli (stúlkur) 15½
11. Langholtsskóli 15
12. Norðlingaskóli A 14
13. Klébergsskóli 14
14. Rimaskóli C 14
15. Árbæjarskóli B 13½
16. Grandaskóli A 13½
17. Ölduselsskóli B 13½
18. Kelduskóli B 13
19. Norðlingaskóli B 12 ½
20. Melaskóli (stúlkur) 12
21. Vættaskóli 12
22. Fossvogsskóli A 11½
23. Fossvogsskóli (stúlkur) 10½
24. Árbæjarskóli C 10½
25. Norðlingaskóli C 10½
26. Vesturbæjarskóli 10
27. Grandaskóli B 8½
28. Norðlingaskóli D 4½
Mótshaldarar voru Skóla- og fræðasvið Reykjavíkurborgar og Taflfélag Reykjavíkur, mótsjóri Soffía Pálsdóttir frá SFS en skákstjórn önnuðust Eiríkur K. Björnsson og Ólafur H. Ólafsson. Rétt er að þakka fjölmörgum liðstjórum sem aðstoðuðu skákstjóra við mótshaldið.